Besta sundkona landsins gat varla hreyft höfuðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira