Olivier Giroud: Ómögulegt fyrir fótboltamann að koma út úr skápnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 14:30 Olivier Giroud. Vísir/Getty Olivier Giroud, framherji Chelsea og heimsmeistara Frakka, hefur sagt sína skoðun á stöðu samkynhneigðra fótboltamanna í dag. Giroud er á því að fótboltamenn geti hreinlega ekki komið út úr skápnum eins og fótboltaheimurinn er byggður upp í dag. Almennt séð hefur heimurinn þroskast í viðhorfum sínum til samkynhneigðra en svo er ekki í fótboltanum. Mjög fáir fótboltamenn hafa þorað að koma út úr skápnum. Olivier Giroud ræddi þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro. Í dag eru aðeins tveir fótboltamenn að spila sem hafa komið út úr skápnum. Þetta eru Collin Martin hjá Minnesota United og Svíinn Anton Hysen sem spilar með sænsku fjórðu deildarliði.Football - Equipe de France - Olivier Giroud au Figaro: « Je suis le plus heureux des hommes » https://t.co/GoXiGKW8xQpic.twitter.com/zfDon7u6WZ — Sport24 (@Sport24Team) November 15, 2018Árið 1990 var Justin Fashanu fyrsti samkynhneigði fótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum. Hann átti mjög erfitt og framdi sjálfsmorð átta árum síðar. „Það fékk mjög mikið á mig þegar ég sá Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum árið 2014. Þá var ég sannfærður um að það sé hreinlega ómögulegt fyrir fótboltamann að koma út úr skápnum í dag,“ sagði Olivier Giroud. Thomas Hitzlsperger kom ekki út fyrr en eftir að fótboltaferli hans var lokið. „Í búningsklefanum er mikið testósterón, mikill prirringur og menn fara saman í sturtu. Þetta er viðkvæmt mál en svoleiðis er það bara. Ég skil vel kvíðann og erfiðleikana við það að koma út úr skápnum. Það er mjög krefjandi þegar þú hefur haldið þessu fyrir sjálfan þig í mörg ár,“ sagði Giroud. Olivier Giroud hefur lengi haft sterkar skoðanir á þessu máli og hefur barist fyrir stöðu samkynhneigðra. Hann var meðal annars á forsíðu Tetu, sem er blað fyrir samkynhneigða. „Ég er mjög umburðarlyndur. Þegar ég var hjá Arsenal þá notaði ég regnbogalitina til að styðja við bakið á samfélagi samkynhneigðra. Það á hinsvegar eftir að vinna mikla vinnu í þessum málum í fótboltaheiminum,“ sagði Giroud. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Olivier Giroud, framherji Chelsea og heimsmeistara Frakka, hefur sagt sína skoðun á stöðu samkynhneigðra fótboltamanna í dag. Giroud er á því að fótboltamenn geti hreinlega ekki komið út úr skápnum eins og fótboltaheimurinn er byggður upp í dag. Almennt séð hefur heimurinn þroskast í viðhorfum sínum til samkynhneigðra en svo er ekki í fótboltanum. Mjög fáir fótboltamenn hafa þorað að koma út úr skápnum. Olivier Giroud ræddi þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro. Í dag eru aðeins tveir fótboltamenn að spila sem hafa komið út úr skápnum. Þetta eru Collin Martin hjá Minnesota United og Svíinn Anton Hysen sem spilar með sænsku fjórðu deildarliði.Football - Equipe de France - Olivier Giroud au Figaro: « Je suis le plus heureux des hommes » https://t.co/GoXiGKW8xQpic.twitter.com/zfDon7u6WZ — Sport24 (@Sport24Team) November 15, 2018Árið 1990 var Justin Fashanu fyrsti samkynhneigði fótboltamaðurinn til að koma út úr skápnum. Hann átti mjög erfitt og framdi sjálfsmorð átta árum síðar. „Það fékk mjög mikið á mig þegar ég sá Thomas Hitzlsperger kom út úr skápnum árið 2014. Þá var ég sannfærður um að það sé hreinlega ómögulegt fyrir fótboltamann að koma út úr skápnum í dag,“ sagði Olivier Giroud. Thomas Hitzlsperger kom ekki út fyrr en eftir að fótboltaferli hans var lokið. „Í búningsklefanum er mikið testósterón, mikill prirringur og menn fara saman í sturtu. Þetta er viðkvæmt mál en svoleiðis er það bara. Ég skil vel kvíðann og erfiðleikana við það að koma út úr skápnum. Það er mjög krefjandi þegar þú hefur haldið þessu fyrir sjálfan þig í mörg ár,“ sagði Giroud. Olivier Giroud hefur lengi haft sterkar skoðanir á þessu máli og hefur barist fyrir stöðu samkynhneigðra. Hann var meðal annars á forsíðu Tetu, sem er blað fyrir samkynhneigða. „Ég er mjög umburðarlyndur. Þegar ég var hjá Arsenal þá notaði ég regnbogalitina til að styðja við bakið á samfélagi samkynhneigðra. Það á hinsvegar eftir að vinna mikla vinnu í þessum málum í fótboltaheiminum,“ sagði Giroud.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira