Tíu klukkutíma aðgerð Sophiu gekk vel og hún er ekki lömuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 16:45 Sophia Florsch. Vísir/Getty Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira
Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sjá meira