Stórt skref Anthony Smith í átt að titlinum Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. október 2018 06:27 Vísir/Getty UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01