Rotarar mætast í Kanada Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. október 2018 00:01 Vísir/Getty Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. Þeir Anthony Smith og Volkan Oezdemir hafa verið duglegir að klára bardaga sína snemma á undanförnum árum. Smith hefur verið að klára goðsagnir á borð við Mauricio ‘Shogun’ Rua og Rashad Evans á samanlagt rúmum tveimur mínútum. Smith hefur rotað þá báða og komið með ferska strauma í léttþungavigtina. Það sama gerði Volkan Oezdemir í fyrra. Oezdemir tók þá Jimi Manuwa og Misha Cirkunov á samanlagt rétt rúmri mínútu. Þó Manuwa og Cirkunov séu ekki goðsagnir eins og Rua og Evans þá má sjá margt sameiginlegt með þeim Smith og Oezdemir sem ætti að gera þetta að skemmtilegum bardaga. Oezdemir er þó talsvert yngri en síðustu andstæðingar Smith. Á sama kvöldi mun Artem Lobov, vinur og æfingafélagi Conor McGregor, mæta Michael Johnson. Lobov á ansi stóran þátt í þeim ríg sem myndaðist á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Conor réðst upphaflega á rútu Khabib í rútuárásinni frægu til að koma Lobov til varnar. Upphaflega átti Lobov að mæta Zubaira Tukhugov (æfingafélagi Khabib) en eftir að Tukhugov stökk inn í búrið og réðst á Conor í látunum á UFC 229 var bardaginn blásinn af. Michael Johnson kemur í hans stað og mætir Lobov í fjaðurvigt. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2
MMA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira