Starfsmaður eðalvagnaþjónustunnar ákærður vegna árekstrarins mannskæða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 21:46 Aðkoman að slysinu var hræðileg. Vísir/AP Nauman Hussain, starfsmaður fyrirtækisins sem starfrækti eðalvagninn sem sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki um helgina með þeim afleiðingum að tuttugu létust, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. BBC greinir frá. Yfirvöld í New York ríki hafa greint frá því að ökumaðurinn, sem lést í slysinu, hafi ekki haft tilskilinn ökuréttindi auk þess sem að lögregla telur að umræddur eðalvagn hefði aldrei átt að vera í umferð eftir að hann fékk falleinkunn á öryggisprófunum í síðasta mánuði. Hussain er sagður reka eðalvagnaþjónustuna Prestige Limousine. Segir lögmaður hans að hann muni neita sök, lögregla hafi hrapað að ályktunum og of snemmt sé að gefa út ákæru í málinu. Segir lögmaður hans að starf Hussain hjá Prestige Limousine felist aðeins í því að svara í síma og sinna markaðsstarfi. Það sé eigandi fyrirtækisins, faðir Hussain, sem sjái raunverulega um reksturinn.Lögregla er enn að rannsaka tildrög slyssins en ljóst er að eðalvagninum var ekið gegn stöðvunarskyldu, yfir gatnamót og þaðan á ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni en tveir létust er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Meðal þeirra sem létust voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru í bílnum á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Eðalvagninum var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar. Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20 20 látnir eftir umferðarslys í New York Mannskætt slys í Bandaríkjunum. 7. október 2018 16:19 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Nauman Hussain, starfsmaður fyrirtækisins sem starfrækti eðalvagninn sem sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki um helgina með þeim afleiðingum að tuttugu létust, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. BBC greinir frá. Yfirvöld í New York ríki hafa greint frá því að ökumaðurinn, sem lést í slysinu, hafi ekki haft tilskilinn ökuréttindi auk þess sem að lögregla telur að umræddur eðalvagn hefði aldrei átt að vera í umferð eftir að hann fékk falleinkunn á öryggisprófunum í síðasta mánuði. Hussain er sagður reka eðalvagnaþjónustuna Prestige Limousine. Segir lögmaður hans að hann muni neita sök, lögregla hafi hrapað að ályktunum og of snemmt sé að gefa út ákæru í málinu. Segir lögmaður hans að starf Hussain hjá Prestige Limousine felist aðeins í því að svara í síma og sinna markaðsstarfi. Það sé eigandi fyrirtækisins, faðir Hussain, sem sjái raunverulega um reksturinn.Lögregla er enn að rannsaka tildrög slyssins en ljóst er að eðalvagninum var ekið gegn stöðvunarskyldu, yfir gatnamót og þaðan á ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni en tveir létust er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Meðal þeirra sem létust voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru í bílnum á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Eðalvagninum var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar.
Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20 20 látnir eftir umferðarslys í New York Mannskætt slys í Bandaríkjunum. 7. október 2018 16:19 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00
Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20