Ísland endaði í fjórða sæti í flokki blandaðra liða á EM í Portúgal eftir að Bretar kærðu danseinkunn sína.
Þegar dómararnir höfðu gefið einkunnir sínar voru Ísland og Bretland jöfn með 47,000 í heildareinkunn.
Bretar voru ósáttir með einkunn sína í dansi og kærðu hana. Þeir hækkuðu þó ekki, eins og þeir vonuðust eftir með kærunni, heldur lækkuðu um 0,100 sem þýðir að Ísland endar í fjórða sæti.
Danir unnu keppnina með 52,800 í einkunn, Svíar urðu í öðru sæti og Norðmenn urðu þriðju. Þeir voru 0,750 á undan íslenska liðinu.
Ísland fékk fjórða sætið eftir kæru Breta
Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti