Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2018 12:09 Ingileif er ánægð með útkomuna en þetta er frumraun hennar í íslenskri textagerð. Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar. „Ég náði ekki að fylgja því eftir með öðru lagi strax þar sem ég var að klára BA gráðuna mína í lögfræði í vor og stýra vefþáttaseríu hjá RÚV. Svo gifti ég mig í sumar og hafði í nógu að snúast, og gafst því ekki almennilegur tími til að gefa út annað lag fyrr en núna,“ segir Ingileif. „Ég ákvað að heyra í Auðuni Lútherssyni, sem er einnig þekktur sem listamaðurinn Auður, sem sendi mér í kjölfarið svo flottan takt sem ég samdi laglínu og texta yfir. Svo tókum við eina góða kvöldstund í stúdíóinu og lagið varð að veruleika. Þetta gekk ótrúlega vel, enda er hann algjör fagmaður. Lagið er frumraun mín í íslenskri textagerð, þar sem mig langaði að prófa að skora á sjálfa mig og semja íslenskan texta. Ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst lagið mjög vel heppnað.“ Myndbandið er svo skotið og leikstýrt af Birtu Rán, ljósmyndara og kvikmyndagerðarkonu. „Hún leikstýrði myndbandinu við fyrsta lagið mitt og það lá því beint við að heyra í henni aftur þar sem hún er virkilega fær í sínu fagi. Við tókum myndbandið upp fyrir nokkrum kvöldum síðan heima í stofunni hennar, þar sem hún var með skjávarpa sem hún nýtti til að varpa mynstrum á andlitið á mér. Ég held að fyrir mörgum líti myndbandið út fyrir að vera skotið í stúdíói og photoshopað, en þetta var mjög einföld afgreiðsla! Birta er bara svo ótrúlega klár að hún gerði þetta frábærlega.“ Ingileif segir myndbandið skotið í slow motion. „Svo ég þurfti að æfa mig að syngja lagið á tvöföldum hraða til að það myndi passa við varahreyfingarnar. Það var mjög skondið, en skemmtilegt!“ Afraksturinn má sjá og heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira