Conor McGregor snýr aftur í búrið í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 6. október 2018 10:00 UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. Conor McGregor hefur ekki barist í MMA síðan hann sigraði Eddie Alvarez í nóvember 2016. Þá varð hann sá fyrsti í sögu UFC til að vera ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Á meðan Conor var í burtu var hann sviptur báðum titlum sínum, eignaðist sitt fyrsta barn, komst í kast við lögin, Daniel Cormier lék sama afrek og varð meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma og Khabib Nurmagomedov vann beltið sem Conor tapaði aldrei. Conor sat þó ekki í sófanum allan tímann en í ágúst í fyrra mætti hann Floyd Mayweather í boxbardaga sem hann tapaði. Nú í kvöld snýr hann hins vegar aftur á sinn gamla heimavöll í búrið. Það er alltaf stór viðburður þegar Conor McGregor berst. Bardaginn í kvöld er einn sá stærsti, ef ekki sá stærsti, í sögu UFC. Dana White, forseti UFC, sagði fyrir nokkrum vikum síðan allt benda til að UFC bardagakvöldið myndi selja 2,5 milljónir áskrifta (e. Pay Per View). Á fimmtudaginn sagði hann að tölurnar gætu jafnvel farið í 3 milljónir en gamla metið er 1,6 milljón áskriftir þegar Conor mætti Nate Diaz. Bardaginn er risastór og eiga þeir Conor og Khabib langa forsögu. Allt ætlaði um koll að keyra í apríl þegar Conor réðst að rútu með Khabib innanborðs og kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar. Blaðamannafundirnir með þeim tveimur hafa verið óvenju pólitískir og Conor skotið á mennina sem eru í kringum Khabib. Það er Conor ekkert heilagt þegar kemur að hugarleikjum við andstæðinginn fyrir bardagann. Burtséð frá öllum rútuárásum og skítkasti er bardaginn virkilega áhugaverður. Hér eru að mætast tveir ólíkir stílar með ólíka styrkleika. Conor er sá færasti í standandi viðureign í MMA í dag á meðan Khabib er einn besti glímumaðurinn í MMA í dag. Khabib verður að taka Conor niður á meðan Conor verður að halda þessu standandi. Báðir hafa þeir átt ótrúlegan feril í UFC til þessa. Khabib er taplaus og hefur reyndar ekki ennþá tapað lotu í 10 bardögum í UFC. Conor er með níu sigra og eitt tap en af sigrunum níu hafa sjö komið eftir rothögg. Conor fær í kvöld tækifæri á að endurheimta léttvigtarbeltið sem hann tapaði aldrei og Khabib getur varið beltið sitt í fyrsta sinn. Ekki missa af þessum frábæra bardaga en viðureignin er aðalbardaginn á UFC 229 í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 2 í nótt og verða fimm bardagar á dagskrá. MMA Tengdar fréttir Conor: Ég sóttist aldrei eftir frægð en peningar eru annað mál Conor McGregor settist á dögunum niður með Megan Olivi frá UFC og ræddi við hana um lífið síðustu tvö ár en það hefur verið einn samfelldur rússíbani hjá Íranum. 4. október 2018 13:30 Conor og Khabib í löglegri þyngd Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eftir að báðir badagakappar náðu löglegri þyngd í dag. 5. október 2018 17:15 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Áramótabardagi í kortunum hjá Gunnari | Ég verð að fá bardaga Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. 4. október 2018 16:23 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. 5. október 2018 16:15 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
UFC 229 fer fram í kvöld frá Las Vegas í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins fáum við að sjá Conor McGregor aftur í búrinu eftir tveggja ára fjarveru. Conor McGregor hefur ekki barist í MMA síðan hann sigraði Eddie Alvarez í nóvember 2016. Þá varð hann sá fyrsti í sögu UFC til að vera ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Á meðan Conor var í burtu var hann sviptur báðum titlum sínum, eignaðist sitt fyrsta barn, komst í kast við lögin, Daniel Cormier lék sama afrek og varð meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma og Khabib Nurmagomedov vann beltið sem Conor tapaði aldrei. Conor sat þó ekki í sófanum allan tímann en í ágúst í fyrra mætti hann Floyd Mayweather í boxbardaga sem hann tapaði. Nú í kvöld snýr hann hins vegar aftur á sinn gamla heimavöll í búrið. Það er alltaf stór viðburður þegar Conor McGregor berst. Bardaginn í kvöld er einn sá stærsti, ef ekki sá stærsti, í sögu UFC. Dana White, forseti UFC, sagði fyrir nokkrum vikum síðan allt benda til að UFC bardagakvöldið myndi selja 2,5 milljónir áskrifta (e. Pay Per View). Á fimmtudaginn sagði hann að tölurnar gætu jafnvel farið í 3 milljónir en gamla metið er 1,6 milljón áskriftir þegar Conor mætti Nate Diaz. Bardaginn er risastór og eiga þeir Conor og Khabib langa forsögu. Allt ætlaði um koll að keyra í apríl þegar Conor réðst að rútu með Khabib innanborðs og kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar. Blaðamannafundirnir með þeim tveimur hafa verið óvenju pólitískir og Conor skotið á mennina sem eru í kringum Khabib. Það er Conor ekkert heilagt þegar kemur að hugarleikjum við andstæðinginn fyrir bardagann. Burtséð frá öllum rútuárásum og skítkasti er bardaginn virkilega áhugaverður. Hér eru að mætast tveir ólíkir stílar með ólíka styrkleika. Conor er sá færasti í standandi viðureign í MMA í dag á meðan Khabib er einn besti glímumaðurinn í MMA í dag. Khabib verður að taka Conor niður á meðan Conor verður að halda þessu standandi. Báðir hafa þeir átt ótrúlegan feril í UFC til þessa. Khabib er taplaus og hefur reyndar ekki ennþá tapað lotu í 10 bardögum í UFC. Conor er með níu sigra og eitt tap en af sigrunum níu hafa sjö komið eftir rothögg. Conor fær í kvöld tækifæri á að endurheimta léttvigtarbeltið sem hann tapaði aldrei og Khabib getur varið beltið sitt í fyrsta sinn. Ekki missa af þessum frábæra bardaga en viðureignin er aðalbardaginn á UFC 229 í nótt. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 2 í nótt og verða fimm bardagar á dagskrá.
MMA Tengdar fréttir Conor: Ég sóttist aldrei eftir frægð en peningar eru annað mál Conor McGregor settist á dögunum niður með Megan Olivi frá UFC og ræddi við hana um lífið síðustu tvö ár en það hefur verið einn samfelldur rússíbani hjá Íranum. 4. október 2018 13:30 Conor og Khabib í löglegri þyngd Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eftir að báðir badagakappar náðu löglegri þyngd í dag. 5. október 2018 17:15 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Áramótabardagi í kortunum hjá Gunnari | Ég verð að fá bardaga Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. 4. október 2018 16:23 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. 5. október 2018 16:15 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Conor: Ég sóttist aldrei eftir frægð en peningar eru annað mál Conor McGregor settist á dögunum niður með Megan Olivi frá UFC og ræddi við hana um lífið síðustu tvö ár en það hefur verið einn samfelldur rússíbani hjá Íranum. 4. október 2018 13:30
Conor og Khabib í löglegri þyngd Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eftir að báðir badagakappar náðu löglegri þyngd í dag. 5. október 2018 17:15
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Áramótabardagi í kortunum hjá Gunnari | Ég verð að fá bardaga Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. 4. október 2018 16:23
Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00
Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. 5. október 2018 16:15
Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15