Sport

Conor ekki eins flottur á því og síðast | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá sundlaugina sem er eflaust óspart notuð.
Hér má sjá sundlaugina sem er eflaust óspart notuð.

Conor McGregor er mættur til Las Vegas þar sem hann berst þann 6. október næstkomandi. Aðstoðarmenn hans sýndu glæsivilluna sem Conor býr í og hún er ekki jafn flott og sú sem hann leigði síðast.

Að því sögðu er húsið ekkert slor en maður bjóst við að maður sem rakaði inn hátt í 100 milljónum dollara í síðasta bardaga myndi leigja flottara hús.

Að sjálfsögðu er glæsileg sólbaðsaðstaða og sundlaug í garðinum. Inn í húsinu er svo ballskákarborð, borðtennisborð og fleira skemmtilegt til þess að drepa tímann.

Mikill fjöldi fylgir Conor til Vegas þar sem hann ætlar að berjast við Khabib Nurmagomedov í T-Mobile Arena í stærsta bardaga í sögu UFC. Það eru þjálfarar, næringarfræðingur og æfingafélagar.

Hér að neðan má skoða húsið og aðeins sjá á bak við tjöldin hjá liði McGregor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.