Íslenski boltinn

Hipólito tekur við ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hipólito er á leið til Eyja.
Hipólito er á leið til Eyja. vísir/vilhelm

Pedro Hipólito verður næsti þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla en hann tekur við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni. Hann semur til tveggja ára.

Pedro var tilkynntur sem nýr þjálfari Eyjamanna á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem haldið var í Vestmannaeyjum í kvöld.

Kristján Guðmundsson er að hætta sem þjálfari ÍBV eftir að hafa stýrt liðinu síðustu tvö tímabil. Hann vann meðal annars bikarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Í ár endaði ÍBV í sjötta sæti deildarinnar en liðið lauk leik með 5-2 sigri á Grindavík á Suðurnesjunum í dag.

Einnig tók liðið þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem það datt út fyrir Sarpsborg sem fór alla leið í riðlakeppnina.

Pedro tók við Inkasso-liði Fram í júlí mánuði 2017 og hefur því starfað á Íslandi í eitt og hálft ár. Hann færir sig nú yfir til Eyja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.