Íslenski boltinn

Hituðu upp fyrir bikarúrslitaleikinn með mjólkurpartý

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Örn Margeirsson og Hilmar Árni Halldórsson í kapphlaupi.
Viktor Örn Margeirsson og Hilmar Árni Halldórsson í kapphlaupi. Skjámynd/Mjólkursamsalan
Stjarnan og Breiðablik mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta í ár en bikarúrslitaleikurinn fer fram á laugardalskvöldið kemur.

Mjólkursamsalan bauð nokkrum leikmönnum liðanna tveggja í mjólkurpartý á dögunum með það markmið að kynna leikinn.

Leikmennirnir sjást þá reyna fyrir sér í nokkrum þrautum með mjólkurglas í hendi og þeim tekst nú misjafnlega vel upp í því. Það er ekkert auðvelt að sóla mjólkurfernur eða að halda boltanum á lofti með mjólkurglas í hendi hvað þá að reyna að stinga mótherjann af.

Frá Breiðabliki mættu þeir Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson og Viktor Örn Margeirsson.

Frá Stjörnunni mættu þeir Guðjón Baldvinsson, Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Bikarúrslitaleikur Stjörnunnar og Breiðabliks fer fram klukkan 19.15 á Laugardalsvelli á laugardaginn en leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Mjólkursamsalan hefur sett saman stutt myndaband frá umræddu mjólkupartýi strákanna og má sjá það hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×