Erlent

Gefa lítið fyrir harða gagnrýni á umdeilda skopmynd af Serenu Williams

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Serena var mjög ósátt við dómara leiksins
Serena var mjög ósátt við dómara leiksins vísir/getty

Ritstjórn ástralska dagblaðsins Herald Sun gefur lítið fyrir harða gagnrýni sem blaðið hefur fengið eftir að það birti umdeilda skopmynd af íþróttakonunni Serenu Williams. BBC greinir frá.

Blaðið birti skopmyndina í gær en þar var gert grín að atviki sem átti sér stað á US Open tennismótinu í Bandaríkjunum um helgina. Þar varð Williams verulega ósátt við dómara úrslitaviðureign hennar og Naomi Osaka og lét hún dómarann heyra það. Orðaskipti hennar og dómarans hafa vakið mikla athygli en Williams hefur meðal annars sagt að ef hún væri karlmaður hefði dómarinn aldrei komið eins fram við hana og hann gerði í úrslitaviðureigninni.

Í skopmyndinni má sjá Williams öskureiða, stappandi á tennisspaða hennar á meðan dómarinn spyr andstæðing hennar hvort hún sé ekki til í að leyfa Williams að vinna. Skopmyndin var meðal annars gagnrýnd af rithöfundinn J.K. Rowling sem sagði hana byggja á kynþáttafordómum og karlrembu.

Skopmyndin umdeilda. Vísir/AFP

Í tísti varði Damon Johnston, ritstjóri blaðsins, ákvörðunina um að birta skopmyndina og sagði að eina markmið skopmyndarinnar væri að gagnrýna „slæma hegðun“ Williams á US Open.

Þá birti Johnston mynd af forsíðu blaðsins sem kemur út á morgun. Þar má sjá aðra skopmynd eftir skopmyndahöfundinn Mark Knight undir fyrirsögninni „Velkomin í heim pólitískrar rétthugsunar.“ Í millifyrirsögn segir jafnframt: „Ef hinu sjálfsskipuðu gagnrýnendur Mark Knight fá sínu framgengt vegna skopmyndarinnar af Serenu Williams mun okkar nýja pólítískt rétthugsaða líf vera afar leiðinlegt.“

Forsíðuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.