Fordæmalaus tillaga um að ESB refsi Ungverjum samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:40 Rúmur meirihluti þingmanna á Evrópuþinginu í Strasbourg greiddi tillögunni atkvæði sitt. Vísir/EPA Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“. Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Evrópuþingið samþykkti í dag fordæmalausar refsiaðgerðir gegn Ungverjalandi vegna brota á grunngildum Evrópusambandsins. Ástæðan er árásir ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra á fjölmiðla, minnihlutahópa og réttarríkið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir af hverjum þremur Evrópuþingmönnum hafi greitt refsiaðgerðunum atkvæði sitt. Þetta er í fyrsta skipti sem tillaga af þessu tagi sem beinist að einu aðildarríkjanna er samþykkt. Leiðtogar aðildarríkjanna þurfa hins vegar að samþykkja tillöguna áður en sambandið beitir Ungverjalandi aðgerðum á grundvelli hennar. Ungverjar gætu verið sviptir atkvæðisrétti innan Evrópusambandsins ef tillagan hlýtur endanlegt samþykki. Ólíklegt er þó talið að það gerist. Ríkisstjórn Orban hefur rekið sérstaklega harða stefnu í innflytjendamálum. Þannig hafa stjórnvöld sett lög sem banna lögmönnum og aðgerðasinnum að aðstoða hælisleitendum á þeim forsendum að með því séu þeir að stuðla að „ólöglegum innflutningi fólks“. Þá eru ásakanir um mikla spillingu auk þess sem stjórnvöld setji þrýsting á dómskerfið og kosningakerfið. Evrópuþingið lýsti einnig áhyggjum af stöðu tjáningar-, fundar- og trúfrelsis í Ungverjalandi auk réttinda flóttamanna og minnihlutahópa eins og gyðinga og rómafólks. Orban hefur hafnað ásökunum Evrópuríkjanna. Kallar hann tillögu Evrópuþingsins „fjárkúgun“ og móðgun við Ungverjaland. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, kallaði samþykkt tillögunnar „ómerkilega hefnd“ stjórnmálamanna „sem styðja innflytjendur“.
Evrópusambandið Ungverjaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39 Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30 Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Rökin eru að vinnuveitendur hafi ekki áhuga á kynjafræðingum. Andstæðingar Orban telja bannið hluta af herferð hans gegn þeim sem standa gegn íhaldsstefnu hans. 15. ágúst 2018 11:39
Ungverjar sagðir svelta hælisleitendur Mannréttindavaktin segir ríkisstjórnina neita hælisleitendum um mat til að fá þá til að draga áfrýjanir til baka. Mannréttindabaráttusamtök gagnrýna meðferðina og segja hana ómannúðlega. 23. ágúst 2018 06:30
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30
Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. 12. apríl 2018 06:00