Enski boltinn

Sarri: Alonso mögulega sá besti í sinni stöðu í allri Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri ferskur á hliðarlínunni í dag.
Sarri ferskur á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segir að Marcos Alonso, bakvörður sinn hjá Chelsea, gæti verið besti vinstri bakvörðurinn í heiminum um þessar mundir.

Alonso hefur byrjað tímabilið afar vel og lagði meðal annars upp annað mark Chelsea sem Eden Hazard skoraði í 2-0 sigri á Bournemouth í dag.

Sarri talaði um það í síðustu viku að Alonso gæti bætt sig varnarlega en í dag lofaði hann Spánverjanum mikið.

„Ég held að Alonso sé kannski sá besti í sinni stöðu í allri Evrópu. Hann gæti orðið sá besti í heimi ef hann bætir sig varnarlega,” sagði Sarri í leikslok.

„Ég er mjög sáttur með tólf stig úr fjórum leikjum en ég held að við getum meira. Ég tel okkur geta bætt okkur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×