Enski boltinn

Stjóri Gylfa pirraður: Náðum ekki að skapa nægilega mikið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva brúnaþungur í gær.
Silva brúnaþungur í gær. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að liðið hafi ekki náð að skapa sér nægilega góð tækifæri á síðasta þriðjungnum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Huddersfield á heimavelli í gær.

„Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið á síðustu augnablikunum. Við getum gert hlutina hratt en okkar leikmenn þurfa að hugsa hlutina á aðra vegu,” sagði Silva í leikslok.

„Auðvitað undirbjuggum við okkur til þess að vinna leikinn en enska úrvalsdeildin er erfið. Þú verður að bæta þig í hverjum leik og þetta var ekki okkar besta frammistaða.”

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton eins og í öllum öðrum leikjum á tímabilinu en hann var tekinn af velli á 76. mínútu.

„Ég horfði ekki á góðan leik í dag og það getur gerst. Við vorum of hægir þegar við höfðum boltann og við verðum að hreyfa boltann hraðar þegar þeir koma hingað til að verjast.”

„Við vissum að þeir myndu koma hingað til að spila svona og það er eitthvað sem við höfum unnið að. Við vorum of hægir í síðari hálfleiknum,” sagði Silva nokkuð pirraður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×