Enski boltinn

Stones blöskraði meðferðin á Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir fagna marki Sterling um helgina ásamt Kyle Walker.
Félagarnir fagna marki Sterling um helgina ásamt Kyle Walker. vísir/getty

John Stones, varnarmaður Man. City og enska landsliðsins, segir að gagnrýnin sem Raheem Sterling fékk á HM hafi verið mjög svo óvæginn.

Sterling var mikið gagnrýndur af fjölmiðlum á HM fyrir að skora ekki nægilega mikið er hann komst í færin. Þessu er Stones ekki sammála.

„Raheem var ótrúlegur á HM. Það var mikið rætt um hann í neikvæðu ljósi en hann gat hrætt varnir andstæðinganna og enginn tók eftir því,” sagði Stones um samherja sinn.

„Á persónulegum nótum var ég í uppnámi fyrir Raheem því við sjáum til dæmis markið sem hann skoraði í leiknum gegn Newcastle er ótrúlegt.”

„Þetta snýst ekki bara um mörkin. Hann býr til færi, fer á bakverðina. Hann gerir allt rétt og meira en það. Hann er með ótrúlegt hugarfar.”

City lenti í örlitlum vandræðum um helgina en sigurmark bakvarðarsin Kyle Walker skilaði þremur stigum í hús með 2-1 sigri á Newcastle.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.