Varnarmaður fékk fimmtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 17:00 Khalil Mack er ríkur maður og einn grimmasti varnarmaður NFL-deildarinnar. Vísir/Getty Það eru ekki bara sóknarmennirnir sem fá ríkulega borgað í NFL-deildinni því félög eru einnig tilbúin að greiða varnarmönnum ofurlaun. Besta og nýjasta dæmið um það er sex ára samningur varnarmannsins Khalil Mack sem skrifaði undir samning við Chicago Bears um helgina. Khalil Mack var leikmaður Oakland Raiders en fór í verkfall til að þvinga fram betri samning. Niðurstaðan var að forráðamenn Oakland Raiders skiptu honum til Chicago Bears liðsins. Chicago Bears bauð kappanum síðan sögulegan samning eða 141 milljón dollara fyrir sex ár eða 15,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði auðvitað já strax.Breaking: Khalil Mack and the Bears have reached an agreement on a record-setting 6-year, $141M extension ($23.5M per year avg) that includes $90M guaranteed and $60M at signing, a source tells @AdamSchefter. pic.twitter.com/M4QvP74lwW — SportsCenter (@SportsCenter) September 1, 2018Khalil Mack er öruggur um að fá 90 milljónir af þessum 141 sama hvort hann meiðist illa eða ekki. Hann fékk líka 60 milljónir dollara borgaðar út strax sem samsvarar rúmur 6,4 milljörðum íslenskra króna. Khalil Mack er 27 ára gamall og hefur verið í hópi bestu varnarmanna NFL-deildarinnar síðustu ár en hann var valinn varnarmaður ársins 2016. Með þessum samningi er Khalil Mack hæstlaunaðist varnarmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Þess má geta að Aaron Donald, sem hafði gert 135 milljón dollara samning við Los Angeles Rams einum degi fyrr, var bara sá hæstlaunaðasti í sögu NFL í einn dag.The Bears made Khalil Mack the highest-paid defensive player in NFL history. According to @AdamSchefter, Mack agreed to a 6-year extension worth $141M with $90M guaranteed. pic.twitter.com/bsMCy3VVbw — Sporting News (@sportingnews) September 1, 2018 NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Sjá meira
Það eru ekki bara sóknarmennirnir sem fá ríkulega borgað í NFL-deildinni því félög eru einnig tilbúin að greiða varnarmönnum ofurlaun. Besta og nýjasta dæmið um það er sex ára samningur varnarmannsins Khalil Mack sem skrifaði undir samning við Chicago Bears um helgina. Khalil Mack var leikmaður Oakland Raiders en fór í verkfall til að þvinga fram betri samning. Niðurstaðan var að forráðamenn Oakland Raiders skiptu honum til Chicago Bears liðsins. Chicago Bears bauð kappanum síðan sögulegan samning eða 141 milljón dollara fyrir sex ár eða 15,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði auðvitað já strax.Breaking: Khalil Mack and the Bears have reached an agreement on a record-setting 6-year, $141M extension ($23.5M per year avg) that includes $90M guaranteed and $60M at signing, a source tells @AdamSchefter. pic.twitter.com/M4QvP74lwW — SportsCenter (@SportsCenter) September 1, 2018Khalil Mack er öruggur um að fá 90 milljónir af þessum 141 sama hvort hann meiðist illa eða ekki. Hann fékk líka 60 milljónir dollara borgaðar út strax sem samsvarar rúmur 6,4 milljörðum íslenskra króna. Khalil Mack er 27 ára gamall og hefur verið í hópi bestu varnarmanna NFL-deildarinnar síðustu ár en hann var valinn varnarmaður ársins 2016. Með þessum samningi er Khalil Mack hæstlaunaðist varnarmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar. Þess má geta að Aaron Donald, sem hafði gert 135 milljón dollara samning við Los Angeles Rams einum degi fyrr, var bara sá hæstlaunaðasti í sögu NFL í einn dag.The Bears made Khalil Mack the highest-paid defensive player in NFL history. According to @AdamSchefter, Mack agreed to a 6-year extension worth $141M with $90M guaranteed. pic.twitter.com/bsMCy3VVbw — Sporting News (@sportingnews) September 1, 2018
NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Sjá meira