Enski boltinn

Emery bannar ávaxtasafa á æfingasvæðinu

"Svo drekkið þið bara vatn eftir æfingu strákar.“
"Svo drekkið þið bara vatn eftir æfingu strákar.“ Vísir/Getty
Leikmenn Arsenal geta ekki fengið sér ávaxtasafa eftir æfingar því nýi knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur bannað allan ávaxtasafa á æfingasvæði félagsins. ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum.

Emery tók við Arsenal af Arsene Wenger í sumar. Það er ekki nýtt af nálinni að nýr stjóri komi með nýjar reglur inn í félagið og er þetta ein af þeim breytingum sem Emery hefur komið með á æfingasvæðið. 

Hann vill að leikmenn sínir drekki frekar vatn heldur en sykraðan ávaxtasafann og hefur þess vegna bannað hann á svæðinu.

Varnarmaðurinn Hector Bellerin sagði í júlí að Emery hefði lagt meiri áherslu á æfingar í lyftingarsal og nýi stjórinn vildi bæta þol leikmannanna til þess að halda uppi hárri pressu.

Emery fór ekki sérstaklega vel af stað með liðið, hann tapaði fyrir Manchester City og Chelsea í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Fyrsti sigurinn kom loks í síðustu umferð þegar liðið vann West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×