Erlent

Hótaði ritstjórn vegna leiðara gegn orðræðu Trump um fjölmiðla

Kjartan Kjartansson skrifar
Boston Globe hafði frumkvæði að því að bandarískir fjölmiðlar birtu leiðara til að mótmæla árásum Trump forseta.
Boston Globe hafði frumkvæði að því að bandarískir fjölmiðlar birtu leiðara til að mótmæla árásum Trump forseta. Vísir/EPA

Tæplega sjötugur karlmaður í Kaliforníu hefur verið ákærður fyrir að hóta að myrða starfsmenn dagblaðsins Boston Globe vegna leiðara sem beindist gegn orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að fjölmiðlar séu „óvinir þjóðarinnar“.

Maðurinn er sagður hafa hringt í á annan tug skipta í ritstjórn blaðsins um miðjan mánuðinn og haft í hótunum. Þegar fjöldi bandarískra dagblaða birti leiðara að frumkvæði Boston Globe þar sem þeir fordæmu orðræðu Trump gegn fjölmiðlum hótaði maðurinn að skjóta starfsmenn blaðsins, að sögn AP-fréttastofunnar.

„Þið eru óvinir þjóðarinnar og við ætlum að drepa hvert einasta ykkar,“ var á meðal þess sem maðurinn hótaði að því er segir í ákærunni. Dagblaðið leitaði til lögreglu vegna hótana mannsins og jók öryggisgæslu við skrifstofur sínar.

Trump hefur ítrekað kallað fjölmiðla „óvini þjóðarinnar“ og sakað þá um að flytja „falsfréttir“. Stuðningsmenn forsetans hafa gjarnan gert hróp að fjölmiðlamönnum sem fjalla um fjöldafundi hans.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.