Enski boltinn

Stjörnurnar í PSG sáu um Angers

Dagur Lárusson skrifar
Þríeykið.
Þríeykið. vísir/getty
Stjörnuprýdd sóknarlína PSG var í stuði í frönsku deildinni í dag en þeir Cavani, Neymar og Mbappe skoruðu allir eitt mark hver.

 

PSG var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar á meðan mótherjar þeirra í Angers sátu í næstneðsta sæti.

 

PSG var ekki lengi að ná forystunni en það gerðist strax á 12. mínútu en þar var á ferðinni Cavani. Liðsmenn Angers fengu hinsvegar vítapspyrnu tíu mínútum seinna sem Thomas Mangani skoraði úr og því staðan jöfn í hálfleiknum.

 

Liðsmenn PSG voru ekkert að tvínóna við hlutina í seinni hálfleiknum og skoruðu sitt annað mark á 51. mínútu en þá var það Mbappe sem skoraði.

 

Á 66. mínútu var síðan komið að Neymar en hann skoraði laglegt mark og kom sínum mönnum í 3-1.

 

Þar við sat og PSG því komið með 9 stig eftir þrjá leiki í deildinni og situr á toppnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×