Enski boltinn

Strákarnir í Messunni vilja VAR: „Hrein og klár mistök hjá ensku úrvalsdeildinni“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Boltinn fór af kolli Boly, í hendina á honum og þaðan í netið
Boltinn fór af kolli Boly, í hendina á honum og þaðan í netið Vísir/Getty
Eitt umræddasta atvik helgarinnar í enska boltanum var mark Willy Boly fyrir Wolves gegn Manchester City. Boltinn virtist fara af hendinni á Boly og í netið og hefði líklega ekki átt að standa.

Strákarnir í Messunni á Stöð 2 Sport ræddu þetta í gær. Var þetta viljaverk spurði þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason.

„Hann allavega lætur hendina fylgja með og ef hann missir af honum með hausnum þá sér hendin um restina,“ svaraði Hjörvar Hafliðason.

„Þetta eru bara hrein og klár mistök hjá ensku úrvalsdeildinni að hafa ekki tekið upp VAR [myndbandsdómgæslu].“

Myndbandsdómgæslan hefur verið mjög umdeild síðustu ár en eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi eru flestir komnir á hennar band, framkvæmdin þar heppnaðist mjög vel.

„Fyrir mína parta hefði ekki þurft neitt VAR á þetta,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.

Myndbandsdómgæslan er komin sumar stærstu deildir Evrópu, á Ítalíu og til Spánar, en forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa sagt hún komi ekki til Englands á þessu tímabili. Þeir gætu hins vegar farið að endurskoða þá ákvörðun komi fleiri svona atvik upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×