Enski boltinn

Palace sendir leikmenn frítt á lán

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wilfried Zaha kom fyrst til Crystal Palace á láni frá Manchester United. Í dag er hann markahæsti leikmaður í sögu Palace í úrvalsdeildinni
Wilfried Zaha kom fyrst til Crystal Palace á láni frá Manchester United. Í dag er hann markahæsti leikmaður í sögu Palace í úrvalsdeildinni Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace hefur boðið liðum í neðri deildum Englands að fá til sín lánsmenn frá félaginu þeim að kostnaðarlausu, með því skilyrði að leikmennirnir fái að spila.

Það er ekki nýtt af nálinni að stóru félögin láni unga og efnilega leikmenn til liða þar sem þeir eiga meiri möguleika á byrjunarliðssætum. Neðrideildarlið á Englandi hafa hins vegar lýst yfir óánægju undan farið með hversu dýrir lánsleikmenn frá úrvalsdeildarliðunum eru.

Breska blaðið The Times hefur það eftir heimild innan Crystal Palace að óánægjan með verðið sé þó ekki aðal ástæðan fyrir þessu boði þeirra heldur séu þeir fyrst og fremst að hugsa um að koma sem flestum af ungu leikmönnunum í að spila reglulega.

Ef lánsmenn Palace í neðri deildunum fá ekki að byrja leik af einhverri annari ástæðu en meiðslum þá mun félagið fara fram á að lánsliðið borgi helming vikulauna leikmannsins þá vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×