Leikmenn Man. United: Eitt tap í viðbót og þá verður Mourinho rekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 17:30 Jose Mourinho og Luke Shaw eftir síðasta leik. Vísir/Getty Leikmenn og starfsmenn Manchester United líta svo á að Jose Mourinho fái bara einn leik til viðbótar til að bjarga starfi sínu á Old Trafford. Enska blaðið Daily Mail hefur heimildir fyrir því að tap á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley um næstu helgi myndi þýða að Mourinho yrði látinn taka pokann sinn. Því trúa að minnsta kosti leikmenn og starfsmenn Manchester United sem blaðamenn Daily Mail hleruðu. Leikur Burnley og Manchester United fer fram á sunnudaginn en United-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig sex mörk í þeim. Tapleikirnir á móti Brighton (2-3) og Tottenham (0-3) hafa sett gríðarlega pressu á portúgalska stjórann sem hefur ekki verið í alltof góðu skapi að undanförnu.Jose Mourinho is one loss from the sack: Man United players and staff believe manager could get the chop if team lose at Burnley https://t.co/yPh7jft1kf | @ChrisWheelerDMpic.twitter.com/jcivTdE8gt — MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2018Jose Mourinho strunsaði út af blaðamannafundi eftir Tottenham leikinn en ekki áður en að hann minnti blaðamenn á það að hann væri búinn að vinna ensku úrvalsdeildina oftar en allir hinir nítján stjórar deildarinnar til samans. Mourinho hafði áður eytt dágóðri stundu inn á vellinum í að hughreysta leikmenn sína og klappa síðan lengi fyrir þeim stuðningsmönnum Manchester United sem höfðu ekki yfirgefið leikvanginn í reiðiskasti. Enskir miðlar hafa skrifað um það að Zinedine Zidane bíði tilbúinn á kantinum en fyrrum knattspyrnustjóri Real Madrid er sagður hafa mikinn áhuga á stjórastólnum hjá Manchester United. Eitt er víst að Jose Mourinho er í draumastarfinu þar sem hann fær fimmtán milljónir punda í árslaun. Portúgalinn er því aldrei að fara hætta sjálfur og brottrekstur hans myndi þýða stór útgjöld fyrir Manchester United.Report: Jose #Mourinho is one loss away from the sack: #MUFC players & staff believe he could get sacked if they lose to Burnley. Will Jose still be Man United's manager after this weekend? pic.twitter.com/ndlmvxXG10 — Football Super Tips (@FootySuperTips) August 29, 2018Daily Mail er líka með greiningu á vandamálastöðu Manchester United liðsins sem eru miðverðirnir. Jose Mourinho hefur þegar reynt sextán mismunandi útgáfur af þessum mikilvæga hluta varnarinnar í þeim 79 úrvalsleikjum sem hann hefur stjórnað liði United. Jose Mourinho hefur ennfremur gert 235 breytingar á byrjunarliði sínu síðan í ágúst 2016 en á sama tíma hefur Pep Guardola hjá Manchester City gert 219 breytingar og Jürgen Klopp hjá Liverpool hefur gert 189 breytingar Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino hefur síðan aðeins gert 177 breytingar á byrjunarliði sínu eða 58 færri en Jose Mourinho hefur gert á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn Manchester United líta svo á að Jose Mourinho fái bara einn leik til viðbótar til að bjarga starfi sínu á Old Trafford. Enska blaðið Daily Mail hefur heimildir fyrir því að tap á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley um næstu helgi myndi þýða að Mourinho yrði látinn taka pokann sinn. Því trúa að minnsta kosti leikmenn og starfsmenn Manchester United sem blaðamenn Daily Mail hleruðu. Leikur Burnley og Manchester United fer fram á sunnudaginn en United-liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig sex mörk í þeim. Tapleikirnir á móti Brighton (2-3) og Tottenham (0-3) hafa sett gríðarlega pressu á portúgalska stjórann sem hefur ekki verið í alltof góðu skapi að undanförnu.Jose Mourinho is one loss from the sack: Man United players and staff believe manager could get the chop if team lose at Burnley https://t.co/yPh7jft1kf | @ChrisWheelerDMpic.twitter.com/jcivTdE8gt — MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2018Jose Mourinho strunsaði út af blaðamannafundi eftir Tottenham leikinn en ekki áður en að hann minnti blaðamenn á það að hann væri búinn að vinna ensku úrvalsdeildina oftar en allir hinir nítján stjórar deildarinnar til samans. Mourinho hafði áður eytt dágóðri stundu inn á vellinum í að hughreysta leikmenn sína og klappa síðan lengi fyrir þeim stuðningsmönnum Manchester United sem höfðu ekki yfirgefið leikvanginn í reiðiskasti. Enskir miðlar hafa skrifað um það að Zinedine Zidane bíði tilbúinn á kantinum en fyrrum knattspyrnustjóri Real Madrid er sagður hafa mikinn áhuga á stjórastólnum hjá Manchester United. Eitt er víst að Jose Mourinho er í draumastarfinu þar sem hann fær fimmtán milljónir punda í árslaun. Portúgalinn er því aldrei að fara hætta sjálfur og brottrekstur hans myndi þýða stór útgjöld fyrir Manchester United.Report: Jose #Mourinho is one loss away from the sack: #MUFC players & staff believe he could get sacked if they lose to Burnley. Will Jose still be Man United's manager after this weekend? pic.twitter.com/ndlmvxXG10 — Football Super Tips (@FootySuperTips) August 29, 2018Daily Mail er líka með greiningu á vandamálastöðu Manchester United liðsins sem eru miðverðirnir. Jose Mourinho hefur þegar reynt sextán mismunandi útgáfur af þessum mikilvæga hluta varnarinnar í þeim 79 úrvalsleikjum sem hann hefur stjórnað liði United. Jose Mourinho hefur ennfremur gert 235 breytingar á byrjunarliði sínu síðan í ágúst 2016 en á sama tíma hefur Pep Guardola hjá Manchester City gert 219 breytingar og Jürgen Klopp hjá Liverpool hefur gert 189 breytingar Knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino hefur síðan aðeins gert 177 breytingar á byrjunarliði sínu eða 58 færri en Jose Mourinho hefur gert á sama tíma.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira