Katrín segir Ísland hafa dregist aftur úr í réttindum hinsegin fólks Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. fréttablaðið/anton brink Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu að lokinni gleðigöngu í Hljómskólagarðinum í dag. Í ræðunni rifjaði hún meðal annars upp sögu réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi, hvatti baráttufólk nútímans áfram, og sagði frá áformum ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks. „Það er alltaf gagnlegt að rifja upp hvar við byrjum og hvert við höfum komist á hátíðardögum sem þessum. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í dag rifjaði ég upp áfanga í baráttunni sem ég man sérstaklega ve leftir. Lögum um staðfesta samvist 1996 og seinna einum hjúskaparlögum árið 2010 sem ég fékk að styðja í þingsal.“ sagði Katrín. Katrín segir fyrstu gleðigöngu Reykjavíkur árið 1999 hafa slegið mikilvægan tón sem hefur síðan einkennt gönguna: „Hún snýst bæði um baráttu fyrir réttindum en líka gleðina yfir fjölbreytileikanum og þeim sigrum sem hafa unnist.“ Hún segir að Ísland hafi dregist aftur úr öðrum löndum í Evrópu hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks og að við verðum að tryggja mannréttindi trans og intersex fólks. Ísland mun koma sér í fremstu röð þegar frumvarp sem verður lagt fram á Alþingi í vetur, um framsækið lagaumhverfi um kynrænt sjálfræði, verður að lögum, sagði Katrín. „Réttindabarátta hinsegin fólks er ofarlega á forgangslista núverandi ríkisstjórnar og við höfum þegar náð góðum áföngum á þessu fyrsta hálfa ári. Frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu var samþykkt í vor og er mikilvægt skref til að tryggja mannréttindi allra.“ Katrín sagði að við höfum séð stjórnvöld í ýmsum ríkjum afnema réttindi sem lengi hefur verið barist fyrir og að það þurfi að berjast gegn því og tala skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks. Einnig nefndi hún að ríkisstjórnin hefur tvöfaldað fjárframlög til Samtakanna 78. Að lokum endar Katrín ræðu sína á þessum orðum: „Ég fagna því að tilheyra samfélagi sem hefur breyst mikið til hins betra á skömmum tíma. Samfélagi, þar sem ein stærsta og fjölmennasta hátíð landsins snýst um samstöðu með mannréttindabaráttu. Ég fagna mannréttindum sem kostaði blóð, svita og tár að koma í lög og einnig því að við getum í vetur tekið enn stærri skref í að tryggja öllum þau mannréttindi. Ég fagna fjölskyldulífinu fyrir þau sem það velja, hugrekkinu sem enn þarf samt stundum að sýna, margbreytileikanum og fræðslunni. Og ég fagna félagasamtökunum, stuðningsnetunum og öfluga grasrótarstarfinu sem sannarlega hefur fleytt okkur áfram þangað sem við erum komin. Ég fagna hamingjunni og ég fagna frelsinu. Til hamingju við öll með árangurinn, og fulla ferð áfram.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira