Supreme frumsýnir vetrarlínu Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 11:43 Mynd úr nýrri vetrarlínu Supreme Supreme Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur. Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur.
Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30