Glamour

Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme

Ritstjórn skrifar
Það eru aðeins fimm dagar búnir af 2017 en það lítur út fyrir að stærsta tískusamstarfið fái brátt að líta dagsins ljós. Franska tískuhúsið Louis Vuitton er mögulega að slá sér upp með bandaríska götutískumerkinu Supreme. 

Bæði eru merkin óneitanlega þau stærstu á sínum eigin mörkuðum og því eru þetta frábærar fréttir fyrir tískuunnendur, ef þetta reynist rétt. Myndir hafa birst á netinu af mögulegum vörum frá samstarfinu sem má sjá hér fyrir neðan. 

Supreme x LV sweater mockup What other items do you want to see from this collection? - @dropsbyjay

A photo posted by @supreme_leaks_news on


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.