Enski boltinn

Alisson spilar sinn fyrsta leik á laugardag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson er klár.
Alisson er klár.
Alisson Becker, nýjasti markvörður Liverpool, mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn er liðið spilar æfingarleik við Napoli.

Þetta staðfesti Jurgen Klopp, stjóri liðsins, við heimasíðu félagsins en Liverpool keypti þennan 25 ára gamla markvörð frá Roma á 67 milljónir punda í síðasta mánuði.

Alisson byrjaði að æfa í vikunni með Liverpool eftir að hafa fengið stutt frí eftir HM þar sem hann varði mark Brasilíu. Brassarnir duttu út í 8-liða úrslitum gegn Belgíu.

„Það er mjög líklegt. Við ættum ekki að eyða tíma. Hann hefur þá æft í nærri viku og já hann mun spila,” sagði Klopp við heimasíðu Liverpool.

Þetta er næst síðasti leikur Liverpool áður en tímabilið hefst. Þeir spila við Tórínó sjöunda ágúst, fimm dögum áður en þeir sparka úrvalsdeildinni af stað með leik gegn West Ham á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×