Sport

Conor semur og þarf ekki að sitja inni

Samúel Karl Ólason skrifar
Conor McGregor.
Conor McGregor. Vísir/AP

Bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hefur gert samkomulag við saksóknara í Brooklyn, New York, vegna bræðiskasts hans í Barclays Center þann 5. apríl. Bardagakappinn veittist að öðrum bardagamönnum UFC sem voru í rútu og kastaði ýmsum hlutum í rútuna. Við það brotnaði rúða í rútunni og slasaði hann tvo bardagamenn.

Sjá einnig: „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC

Áðurnefnt samkomulag felur í sér að Conor játar sök fyrir óspektir og fer hann ekki í fangelsi. Þá mun hann áfram geta ferðast til Bandaríkjanna og verður atvikið ekki á sakaskrá hans.

Þess í stað þarf hann að borga fyrir allar skemmdir sínar, sem hann hefur þegar gert, sinna samfélagsþjónsutu í fimm daga og fara mögulega á reiðinámskeið í einn til þrjá daga.

Hann hafði verið ákærður fyrir tólf brot og hefði geta farið í fangelsi í allt að sjö ár.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.