Sport

Segir „kókhausinn Conor“ engan gangster

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í handjárnum í New York.
Conor í handjárnum í New York. vísir/getty
Léttvigtarkappinn Kevin Lee lét félaga sinn í léttvigt UFC, Conor McGregor, heyra það fyrir fáranlega hegðun sína í New York á dögunum.

Eins og allir muna gekk Conor berserksgang í Barclays Center og slasaði tvo bardagakappa sem áttu að keppa á UFC 223.

„Hann veit að hann hefur ekki verið meistari lengi og veit ekki hvað hann á að gera. Því lét hann eins og krakki. Þetta er þroskaheft hegðun,“ sagði Lee og bætti við að Conor væri eiturlyfjafíkill.

„Ég ætla ekki að gefa þessum kókhaus of mikla athygli. Ég finn til með þeim sem meiddust. Conor vill vera gangster en er enginn gangster. Það er augljóst að hann veit ekkert hvað hann á að gera eftir að hann eignaðist alla þessa peninga. Mér finnst þetta bara vera hlægilegt.“

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu Conor í handjárnum

Conor McGregor var leiddur út af lögreglustöð í Brooklyn í handjárnum rétt áðan og í dómssal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×