Sport

Conor kom ekki til þess að hitta forseta UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í fund hjá þessum tveimur.
Það styttist í fund hjá þessum tveimur. vísir/getty

Dana White, forseti UFC, hafði vonast til þess að funda með Conor McGregor í Liverpool um helgina en ekkert varð af því.

White var í Liverpool en ekkert sást til Conor. White stefnir engu að síður að því að hitta Conor fljótlega.

„Við Conor ætlum að hittast í Vegas. Við höfum ekki sést síðan í New York og höfum ekkert talað saman síðan þá. Við verðum því að spjalla fljótlega,“ sagði White eftir bardagakvöldið í Liverpool í gær.

Conor þarf að mæta í réttarsal í New York þann 14. júní út af öllum látunum sem hann stóð fyrir þar á dögunum. Hann hefur verið ákærður í fjórum liðum.

„Við getum ekki ákveðið neitt með Conor fyrr en við sjáum hvað gerist í júní.“

Dana segir að ef Conor klári sín mál á næstu misserum þá vilji hann setja Írann í búrið með Khabib Nurmagomedov síðar á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.