Sport

Conor segist hafa átt að berjast í síðasta mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er langt síðan við sáum Conor taka milljarðalabbið sitt í búrinu.
Það er langt síðan við sáum Conor taka milljarðalabbið sitt í búrinu. vísir/getty

Írinn kjaftfori Conor McGregor lét mjög áhugaverð ummæli falla í gær sem snúa að því að hann hafi átt að berjast í Brasilíu í síðasta mánuði.

Conor hefur ekki barist hjá UFC síðan í nóvember árið 2016. Síðasti bardagi hans var hnefaleikabardagi gegn Floyd Mayweather á síðasta ári.

Conor sagði að hann hefði verið búinn að samþykkja bardaga í Rio de Janeiro áður en eitthvað varð þess valdandi að ekki var hægt að berjast.

MMA-blaðamaðurinn segir að hann hafi átt að berjast við Brasilíumanninn um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni. Conor hefur þegar verið meistari í fjaðurvigt og léttvigt. Veltivigtin yrði þá þriðja beltið sem hann myndi taka.

Dos Anjos mun berjast um þetta bráðabirgðabelti gegn Colby Covington um komandi helgi. Bardaginn átti upprunalega að fara fram í Brasilíu.

Þetta sem kom upp hjá Conor er auðvitað að hann gekk berskerksgang í New York. Vonir standa til þess að hann berjist við Khabib Nurmagomedov í nóvember. Það er þó ekkert staðfest í þeim efnum og langt í land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.