Sport

Conor mætti fyrir dómstóla í dag: „Iðrast gjörða minna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Conor fyrir utan dómshúsið í dag
Conor fyrir utan dómshúsið í dag Vísir/getty

Conor McGregor mætti fyrir dómstóla í New York í dag þar sem hann sagðist iðrast gjörða sinna fyrr á árinu þegar hann gekk berserksgang í Brooklyn í apríl síðast liðnum.

McGregor var ákærður fyrir líkamsárás og skemmdarverk en hann og verjendur hans reyna nú að gera sem best úr þeirri stöðu sem upp er komin. Dómarinn í málinu, Raymond Rodriguez, frestaði frekari réttarhöldum og dóm til 26. júlí.

„Ég iðrast gjörða minna. Ég veit hversu alvarlegt þetta mál er og ég vona að við getum komist að lausn í málinu,“ sagði McGregor fyrir utan dómshúsið í dag.Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan braut McGregor rúðu í rútu þar sem helmingur bardagakappanna sem áttu að berjast á UFC 223 bardagakvöldinu sátu. Tveir þeirra slösuðust svo alvarlega að þeir gátu ekki barist.

Fleiri myndbönd af atvikinu má sjá hér.

Umboðsmaður McGregor, Audie Attar, sagði í dag að engar viðræður við UFC muni eiga sér stað fyrr en þetta mál leysist.


 


Tengdar fréttir

Sjáðu Conor í handjárnum

Conor McGregor var leiddur út af lögreglustöð í Brooklyn í handjárnum rétt áðan og í dómssal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.