Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:27 Öflugar vatnsdælur hafa unnið sleitulaust allan sólarhringinn síðustu daga til að minnka vatnsmagnið í hellinum. Aðaldælan gaf sig örfáum klukkustundum eftir að síðasta drengnum var bjargað. Vísir/AP Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15