Sport

Tókýó og París ætla að hjálpast að við undirbúning ÓL 2020 og 2024

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryo Taniguchi hannaði lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020.
Ryo Taniguchi hannaði lukkudýr Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. Vísir/Getty

Undirbúningsnefndir næstu tveggja Sumarólympíuleika í Tókýó 2020 og París 2024 ætla að fara í náið samstarf á meðan þau undirbúa borgirnar sínar fyrir að halda stærstu íþróttahátíð heims.

Samkomulagið var gert opinbert í dag en samvinnan verður á mörgum sviðum eins og að deila upplýsingum, starfsfólki og tungumálaþjónustu. Þá munu nefndirnar hjálpast við að auglýsa upp leika hvors annars.

Japanir halda leikana eftir aðeins tvö ár en Frakkarnir hafa ennþá sex ár til að koma öllu á hreint. Reuters segir frá.

„Þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir okkur ekki bara af þvi að við unnum undanúrslitaleikinn okkar á HM,“ sagði Frakkinn Etienne Thobois, framkvæmdastjóri skipulagsnefndar ÓL í París 2024, en blaðamannafundurinn var haldinn í Japan.

„Það er okkur mjög mikilvægt að geta gengið frá þessu samkomulagi og eftir IOC og IPC þá verður Tokýó 2020 okkar helsti samstarfsaðili. Okkur hlakkar mikið til þessa samstarfs," sagði Frakkinn.

Alþjóðaólympíunefndin ákvað á síðasta ári að leikarnir fari fram í París 2024 og í Los Angeles 2028.

Fjórar af sex þjóðum sem buðu sig fram til að halda leikana 2024 drógu framboð sitt til baka en kostnaðurinn við að halda leika sem þessa er gríðarlegur og mörgum um megn. Mikið tap var sem dæmi á leikunum í Ríó 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.