Trump vendir kvæði sínu í kross um hættuna af Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2018 09:39 Norður-Kóreumenn hafa lofað afkjarnavopnun eins og þeir hafa áður gert. Óljóst er hvort þeir standi frekar við orð sín nú en áður. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurnýjaði refsiaðgerðir sem verið hafa í gildi gegn Norður-Kóreu með vísan til þess að enn stafi „gríðarleg ógn“ af kjarnavopnum stjórnvalda í Pjongjang í gær. Aðeins tíu dagar eru liðnir frá því að Trump sagði að engin ógn væri lengur af Norður-Kóreu eftir fund hans með Kim Jong-un einræðisherra landsins. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar gripið til aðgerða til að þóknast stjórnvöldum í Norður-Kóreu eftir leiðtogafundinn. Þannig hafa þau fellt niður sameiginlegar heræfingar með Suður-Kóreu sem hafa lengi verið þyrnir í augum norðanmanna. Trump stærði sig mjög af einstöku sambandi sínu við Kim og að hann hefði fengið einræðisherrann til þess að fallast á algera afkjarnavopnun. Eftir fund þeirra Kim í Singapúr gekk Trump svo langt að lýsa því yfir á Twitter að „engin kjarnorkuhætta“ stafaði lengur af Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem hann sendi Bandaríkjaþingi í gær vegna endurnýjunar viðskiptaþvingana kvað hins vegar við allt annar tónn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í henni var vísað til ógnar af tilvist og dreifingu kjarnavopna á Kóreuskaga og aðgerða og stefnu stjórnvalda í Norður-Kóreu. Allt þetta ógni áfram þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagkerfi Bandaríkjanna. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir yfirlýsingu Trump nú grafa undan öllu því sem hann áður sagði. „Við verðum að nálgast þessar viðræður af miklu meiri alvöru en bara sem myndatækifæri. Það að segja að búið sé að leysa Norður-Kóreu-vandamálið gerir það ekki að veruleika,“ segir Schumer.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39 Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. 21. júní 2018 08:39
Segir enga kjarnorkuógn stafa lengur af Norður-Kóreu Sérfræðingar og bandamenn forsetans segja þó of snemmt að fagna og mikið verk sé fyrir höndum, það er að segja ef Kim Jong-un ætlar á annað borð að standa við stóru orðin. 13. júní 2018 11:46
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“