Erlent

Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump.
Donald Trump ásamt John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Vísir/AP
Donald Trump dró Bandaríkin út úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 ríkjanna sem samþykkt var í gær. Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. Þetta tísti forsetinn um borð í flugvél sinni á leið frá G7 fundinum í Kanada, þar sem hann skrifaði undir áðurnefnda yfirlýsingu. Nú er hann á leið til fundar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Trudeau hafði þá skömmu áður lýst því yfir að ekki yrði ráðskast með Kanadamenn og hann myndi svara verndartollum sem Trump hafði lagt á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna.

Sjá einnig: Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn

„Í ljósi falskara yfirlýsinga Justin á blaðamannafundi hans, og þeirrar staðreyndar að Kanada hefur beitt stærðarinar tollum gegn bandarískum bændum, verkamönnum og fyrirtækjum, hefur ég skipað fulltrúum okkar að styðja ekki yfirlýsinguna á meðan við skoðum að beita tollum á innflutning bíla sem flæða á bandarískan markað,“ skrifaði Trump í einu tísti.

Í því næsta skrifaði hann:

„Forsætisráðherrann Justin Trudeau frá Kanada þóttist svo auðmjúkur og ljúfur á meðan við funduðum hjá G7 aðeins til þess að halda blaðamannafund eftir að ég fór og segja að tollar Bandaríkjanna væru móðgandi og að ekki yrði ráðskast með hann. Mjög óheiðarlegt og aumt. Tollar okkar eru viðbrögð við 270 prósenta tollum hans á mjólkurafurðir.“

Talsmaður Trudeau sagði AP fréttaveitunni að forsætisráðherrann hefði ekki sagt neitt í gær, sem hann hefði ekki sagt áður bæði opinberlega og í samtali við Trump.


Tengdar fréttir

Trump vill Rússa aftur inn í G7

Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014.

Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja

Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér.

Verða að vera kurteis við Trump

Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×