Íslensku strákarnir fara til Moskvu í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Nú þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi eru landsmenn orðnir spenntir fyrir viðureigninni við Messi og félaga í argentínska landsliðinu. Strákarnir okkar eru öllu rólegri, til allrar hamingju, og fóru nokkrir saman í hjólatúr til þess að taka út rússneska menningu í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á faraldsfæti í dag. Liðið fer til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, þar sem fyrsti leikur þess á heimsmeistaramótinu gegn Argentínu fer fram um helgina. Strákarnir okkar hafa eytt undanförnum dögum í æfingabúðum í bænum Kabardinka við Svartahaf en þangað komu strákarnir að kvöldi til á laugardaginn var. Fyrsta æfingin var opin og mættu um 2.000 Rússar á öllum aldri á hana en svo tóku við tveir æfingadagar þar sem strákarnir tóku vel á því. Landsliðsmennirnir fengu svo frí frá æfingum í gær þar sem sumir leikmenn nýttu tímann til að skoða bæinn. Skelltu nokkrir leikmenn sér í hjólareiðatúr um bæinn með ís í hendi eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Munu þeir snúa aftur á æfingasvæðið í Kabardinka í dag og taka æfingu fyrir luktum dyrum áður en þeir halda til Moskvu síðdegis að rússneskum tíma. Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Er flogið með beinu flugi og áætlað að þeir lendi rétt fyrir kvöldmatarleytið í Moskvu eða um það bil þegar verið er að flauta upphafsleikinn á, milli gestgjafanna, Rússa, og Sádi-Arabíu, á þjóðarleikvangi Rússa, Luzhniki-vellinum. Strákarnir okkar fá eina æfingu á leikvellinum þar sem leikurinn fer fram um helgina, Spartak Stadium sem rúmar 45.000 manns, á morgun og hýsir Spartak Moskvu í rússnesku deildinni. Að æfingunni lokinni mæta þjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, og fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, á blaðamannafund. Laugardagur er svo leikdagur en þá mætir Ísland Lionel Messi, Sergio Agüero og hinum stórstjörnunum í argentínska liðinu. Argentínumenn, sem eru silfurverðlaunahafar frá síðasta HM, þurfa ekki að fara langt frá æfingabúðum sínum fyrir leikinn en þeir eru með aðsetur í Bronnisty í úthverfi Moskvu. Íslensku landsliðsmennirnir fá lítinn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merkilega staði en þeir fljúga aftur í æfingabúðirnar strax að leik loknum og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn eftir rúma viku.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30 Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00 HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Sjá meira
Maggi Gylfa fór fyrir rándýrum sextett í hjólatúr Landsliðsmennirnir fengu frí frá æfingum í dag. 13. júní 2018 17:30
Gylfi Þór: Hefur tekið á en konan fær að sjá mig eftir HM Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt ótrúlega mikið á sig í endurhæfingunni fyrir HM 2018 eftir meiðslin. 13. júní 2018 08:00
HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Melavelli, túninu við Vesturbæjarlaug, er verið að umturna í HM-torg. Þar er kominn risaskjár og geta nágrannar og aðrir þar horft á leiki Íslands á HM í góðu stuði. 14. júní 2018 06:00