Sport

„Trump er hálfviti“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldwin í leik með Sjóhaukunum.
Baldwin í leik með Sjóhaukunum. vísir/getty

Hinn sterki útherji Seattle Seahawks, Doug Baldwin, hefur ekki mikið álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta og segir að hann sé einfaldlega hálfviti.

NFL-deildin var að setja nýjar reglur þar sem leikmönnum er meinað að fara niður á hné er þjóðsöngurinn er leikinn. Þeir verða sektaðir fyrir það.

Trump Bandaríkjaforseti er himinlifandi með þessar nýju reglur enda gagnrýnt leikmenn harkalega sem hafa ekki staðið í þjóðsöngnum.

„Þú ættir kannski ekki að vera í þessu landi ef þú getur ekki staðið í þjóðsöngnum,“ spurði Trump en þessi ummæli fóru mjög illa í leikmenn deildarinnar.

„Þetta er ekkert flókið. Maðurinn er hálfviti. Það er ekki mikil samkennd í því hjá forsetanum að segja að allir sem séu ekki sammála honum eigi að fara úr landi,“ sagði Baldwin pirraður.

„Það er ekki mjög þjóðernislegt heldur né það sem þetta land snýst um.“

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.