Sport

Ætlaði að gera út um Foster með lygum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Foster gengur hér úr réttarsalnum í gær.
Foster gengur hér úr réttarsalnum í gær. vísir/getty

Elissa Ennis, fyrrum kærasta NFL-leikmannsins Reuben Foster, sagði fyrir rétti í gær að leikmaðurinn hefði aldrei lagt hendur á sig og að hún hefði logið að yfirvöldum.

Vísir hefur greint frá hrikalegum ásökunum hennar á hendur Foster. Hún sagði upprunalega að Foster hefði lamið sig eins og harðfisk og einnig misþyrmt hundinum hennar.

Lögfræðingur Ennis ráðlagði henni að bera ekki vitni en hún gerði það samt. Hún sagðist hafa ákveðið að ljúga til þess að eyðileggja feril leikmannsins. Hann var þá nýbúinn að slíta sambandi sínu við hana.

Ennis sagði samvisku sína ekki leyfa annað en að segja sannleikann núna. Hún játaði einnig að hafa stolið tveimur Rolex-úrum af NFL-leikmanninum.

„Ég var reið og vildi ganga frá honum með lygum,“ sagði Ennis en hún grét ítrekað í þá tvo tíma sem hún sat í vitnastúkunni.

„Mér þykir þetta virkilega miður og vil biðja alla afsökunar á hegðun minni.“

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.