Enski boltinn

Koscielny ekki með á HM

Dagur Lárusson skrifar
Koscielny var sárkvalinn.
Koscielny var sárkvalinn. vísir/getty
Franska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að Laurent Koscielny verði ekki með franska landsliðinu á HM í sumar.

 

Koscielny hneig óvænt niður í leik Arsenal og Athletico Madrid á fimmtudaginn í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og leit það strax út fyrir það að um alvarleg meiðsli væri að ræða.

 

Talið er að Koscielny hafi rifið hásin en Didier Deshamps var spurður út í málið.

 

„Þetta er mikið áfall fyrir franska liðið,” sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands.

 

„Meiðsli koma aldrei á réttum tíma. Ég er miður mín fyrir Laurent en þetta Heimsmeistaramót var mikilvægt fyrir hann og á mikilvægum tíma á hans ferli.”

 

„Ég óska honum góðs gengis og vona að hann geti snúið til baka sem allra fyrst, því ég veit að hann hefur ennþá uppá mikið að bjóða.”

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×