Enski boltinn

Klopp um leikaraskap Salah: „Vil ekki sjá þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Salah á góðu augnabliki í vetur.
Klopp og Salah á góðu augnabliki í vetur. vísir/afp
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sendi framherja sínum, Mohamed Salah, tóninn eftir að Salah dýfði sér í tapi Liverpool gegn Chelsea í úrvalsdeildinni í gær.

Oliver Giroud skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik en Salah fékk gult spjald eftir að hafa fallið til jarðar þegar Gary Cahill nálgaðist hann í leiknum í gær.

„Þetta var dýfa eða að hann beið eftir snertingunni. Þetta er ekki það sem ég vil sjá, þetta er ekki það sem hann vill gera. Þetta gerðist,” sagði ósáttur Klopp.

Salah var kjörinn leikmaður ársins en Egyptinn hefur skorað 31 mark á tímabilinu. Hann hefur tvo leiki til að bæta met Alan Shearer, Cristiano Ronaldo og Luis Suarez en þeir skoruðu allir 31 mark á einu tímabili.

Egyptinn náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli í gær en Klopp hefur fulla trú á að sinn maður nái að koma boltanum í netið gegn Brighton um næstu helgi í síðasat leik tímabilsins.

„Hann getur mun betur. Hann mun skora aftur. Það er enginn vafi á því,” sagði Klopp en Liverpool er ekki búið að tryggja Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Tottenham og Chelsea eiga leiki til góða á Liverpool og vinni þau bæði leiki sína í vikunni fer Tottenham upp fyrir Liverpool í þriðja sætið og Chelsea og Liverpool verða jöfn í þriðja og fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×