Þingmaður segir aðskilnaðarstefnu hjóna innbyggða í bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2018 14:14 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent