Sport

Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Örn er að gera það gott.
Birgir Örn er að gera það gott.

Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum.

Að þessu sinni hafði Birgir betur gegn Stelios Theo á Fightstar bardagakvöldi í London. Birgir kláraði Theo á tæknilega rothöggi eftir rúmar þrjár mínútur af fyrstu lotu en bardagi þeirra fór fram í léttvigt.

Diego Björn Valencia vann einnig sinn bardaga í London en hann hafði betur gegn David Panfil í 90 kg hentivigt.

Diego kláraði bardagann með armlás í annarri lotu. Hann tók bardagann með litlum fyrirvara eða á þriðjudag í síðustu viku. Það breytti engu, hann fór út og kláraði dæmið.

Sigurjón Rúnar Vikarsson var þriðji Íslendingurinn á bardagakvöldinu en hann tapaði eftir tæknilegt rothögg í þriðju lotu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.