Sjáðu myndina sem kostaði klappstýru starfið í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 23:30 Það er mikið regluverk í kringum klappstýrur NFL-deildarinnar en öll ábyrgðin er sett á þær. Vísir/Getty Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira
Bailey Davis hefur unnið fyrir sér sem klappstýra New Orleans Saints liðsins í NFL-deildinni en það gerir hún ekki lengur. New Orleans Saints ákvað að reka Bailey Davis fyrir að birta mynd af sér fáklæddri inn á Instagram en klappstýrur liðsins mega ekki birta af sér þannig myndir á samfélagsmiðlum.New Orleans Saints cheerleaders have to leave a restaurant if a player comes in. A cheerleader is challenging such team rules. https://t.co/2mCshcet09 — The New York Times (@nytimes) March 27, 2018 Bailey Davis ætlar hinsvegar ekki að gefa sig og hefur ætlar að kæra NFL-deildina fyrir að hafa beitt hana kynjamisrétti. Það er ekki aðeins myndbirtingin sem kallar á það heldur einnig allskyns reglur sem klappstýrur NFL-deildarinnar þurfa að sætta sig við. New York Times fjallaði um mál Bailey Davis þar sem hún og lögmaður hennar fóru yfir ástæður þess að Bailey Davis fer í „stríð“ við New Orleans Saints og NFL-deildina. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem kostaði hana starfið. I wanna break glass ceilings not fit glass slippers : @bryceellphoto #dance A post shared by Bailey Davis (@jacalynbailey) on Jan 25, 2018 at 4:17pm PST Bailey Davis er í undirfötum einum fata á myndinni en það er bannað samkvæmt reglum NFL. Klappstýrur mega ekki birta myndir af sér nöktum, hálfnöktum eða í undirfötum. Myndina setti Bailey fyrst inn á lokaðan Instagram reikning þannig að aðeins vinir hennar höfðu aðgang að myndinni. Forráðamenn New Orleans Saints fundu hinsvegar myndina og ráku hana í kjölfarið. Það eru strangar reglur í gangi í NFL-deildinni um að klappstýrurnar megi ekki umgangast leikmenn. Sem dæmi þurfa þær að yfirgefa veitingastað ef leikmaður liðsins hennar labbar inn. Þær mega heldur alls ekki fara í partý með leikmönnum. New Orleans Saints sakaði Bailey Davis um að hafa brotið þá reglu líka en hún neitar því. Klappstýrurnar í NFL-deildinni verða líka að passa upp á það að hafa engin samskipti við leikmenn á samfélgasmiðlum. Öll ábyrgðin er hinsvegar sett á klappstýrurnar sjálfar um að passa upp á þessa hluti þótt að einhverjir leikmenn reyni margt til að komast í samband við þær.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjá meira