Gunnar finnur ekki fyrir pressu eftir tapið: "Spái ekki í því sem áður var“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 19:15 Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira
Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00