Cousins sá launahæsti í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 23:15 Það verður spennandi að fylgjast með Cousins í Minnesota. vísir/getty Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins. NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira
Íslandsvinirnir í Minnesota Vikings fengu nýjan leikstjórnanda í gær er þeir gerðu Kirk Cousins að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Cousins var laus allra mála hjá Washington Redskins. Hann hafði úr mörgu að moða en ákvað að fara til Víkinganna. Þar skrifaði hann undir þriggja ára samning sem mun færa honum 84 milljónir dollara. Það eru 8,4 milljarðar íslenskra króna eða 2,8 milljarðar á ári. Annað sem gerir samning Cousins einstakan er að hann er öruggur um að fá hvern einasta dollar. Oftast gera leikmenn samninga þar sem aðeins ákveðinn hluti launanna er öruggur. Ekki að þessu sinni. Hann fær þetta allt í vasann og það gæti breytt landslaginu í samningagerð í deildinni í kjölfarið. Standi hann sig síðan vel þá fær hann 600 milljónir króna í bónus. Cousins mun því eiga fyrir salti í grautinn á næstu árum. Cousins er annar tveggja leikstjórnanda NFL-deildarinnar sem hefur kastað yfir 4.000 jarda og fyrir 25 snertimörkum þrjú ár í röð. Hann hefur ekki verið að meiðast og er ótrúlega stöðugur. Því ákvað Vikings að fara alla leið. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu síðasta vetur þá var leikstjórnandi Vikings, Case Keenum, sendur til Denver þar sem hann verður aðalmaðurinn. Denver vildi líka fá Cousins. Hinir tveir leikstjórnendur Vikings frá síðustu leiktíð - Sam Bradford og Teddy Bridgewater - eru væntanlega einnig á förum þannig að Vikings vantar varamann fyrir Cousins.
NFL Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Sjá meira