Sport

„Nú brosi ég“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir í viðtali við Fjölni Þorgeirsson.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir í viðtali við Fjölni Þorgeirsson. Stöð 2 Sport

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi snilli sína í reiðmennsku og hæfileika hests síns, Óskars frá Breiðstöðum, í keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi.

Hún hafnaði í fjórða sæti í forkeppninni með 7,47 í einkunn, en gerði sér lítið fyrir og kom sér á pall í A-úrslitum, lokaskor 7,59 og þriðja sætið.

„Nú brosi ég, þetta var gaman. Ég var að vona að þetta gengi vel,  maður er búinn að vera að æfa sig á fullu,“ sagði Aðalheiður Anna eftir forkeppnina.

Sýningin var vel uppbyggð, samband knapa og hests úrval, en Aðalheiður Anna sýndi meðal annars opinn sniðgang á brokki og tölti, taumur gefinn á brokki, slöngulínur á stökki, áttu á brokki og alls kyns hraðabreytingar.

„En erfiðasta æfingin sem ég geri er líklega lokaður sniðgangur á skálínu,“ sagði Aðalheiður Anna.  

Óskar frá Breiðstöðum er í eigu knapans, ungur, 1. verðlauna klárhestur, sem Aðalheiður Anna segir einstaklega skemmtilegt að vinna með og þjálfa.

Sýningu Aðalheiðar Önnu og Óskars í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirirfarandi:
1. Árni Björn Pálsson    Flaumur frá Sólvangi        8.23    
2. Julio Borba    Glampi frá Ketilsstöðum        7.91    
3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir    Óskar frá Breiðstöðum        7.59    
4. Viðar Ingólfsson    Pixi frá Mið-Fossum        7.49    
5. Mette Mannseth    Karl frá Torfunesi    7.48    
6. Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Héðinn Skúli frá Oddhóli    7.31Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.