Heiður fyrir CrossFit Reykjavík sem fær þó engar tekjur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 15:30 Annie Mist, einn af eigendum CrossFit Reykjavík. visir/Anton Brink Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00