Gunnar Nelson er nýr formaður Mjölnis Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2018 08:00 Gunnar er hér ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrum formanni Mjölnis. mjölnir.is Það hafa verið breytingar hjá Mjölni síðustu mánuði og sú nýjasta er sú að stærsta stjarna félagsins, Gunnar Nelson, er orðinn formaður félagsins. Hann tekur við starfinu af vini sínum Jóni Viðari Arnþórssyni sem steig til hliðar fyrir nokkru síðan. Þó svo Gunnar sé orðinn virkari í starfinu hjá Mjölni þá mun þessi nýja staða ekki hafa nein áhrif á feril hans sem bardagamanns.Sjá einnig: Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök „Mjölnir hefur verið afar stór hluti af mínu lífi undangengin 13 ár og ég tek stoltur að mér það hlutverk að verða formaður félagsins. Með þessu hef ég þó ekki í hyggju að fara að skipta mér mikið af rekstrinum. Afar vandað fólk er í því hlutverki. Ég mun hinsvegar vera virkur þátttakandi í stefnumótun og eflingu íþrótta- og keppnisstarfs. Hér hefur minn bardagaferill mótast og mun halda áfram að gera það næstu árin en samhliða mun ég nýta reynslu mína til að styðja aðra í sinni mótun” segir Gunnar.Eftir stendur sterkari hópur Er Mjölnir flutti í nýja húsnæðið sitt í Öskjuhlíðinni fylgdu því miklar breytingar en Gunnar segir að jafnvægi sé að komast á starfsemina og að keyrt sé áfram af fullum krafti. „Breytingum eins og þeim að flytja í mun stærra húsnæði fylgdu skiljanlega áherslubreytingar. Það þurfti að eiga sér stað smá naflaskoðun og það þurfti að leggja nýjar línur. Ekki var einróma sátt um þær ákvarðanir sem teknar voru og mannabreytingar fylgdu í kjölfarið. Eftir stendur sterkur og samstíga hópur sem lítur framtíðina björtum augum. Þetta var erfitt á meðan á því stóð en við sem eftir erum, erum sannfærð um að rétt skref hafi verið stigin. Við erum að horfa fram veginn og erum með áætlun um hvernig við ætlum að haga uppbyggingu félagsins. Meðlimir eru fleiri, tímataflan hlaðnari og stemmningin betri en nokkru sinni fyrr. Þannig að það er á hreinu að við erum að gera eitthvað rétt.“ MMA Tengdar fréttir Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. 3. janúar 2018 11:41 Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Sjá meira
Það hafa verið breytingar hjá Mjölni síðustu mánuði og sú nýjasta er sú að stærsta stjarna félagsins, Gunnar Nelson, er orðinn formaður félagsins. Hann tekur við starfinu af vini sínum Jóni Viðari Arnþórssyni sem steig til hliðar fyrir nokkru síðan. Þó svo Gunnar sé orðinn virkari í starfinu hjá Mjölni þá mun þessi nýja staða ekki hafa nein áhrif á feril hans sem bardagamanns.Sjá einnig: Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök „Mjölnir hefur verið afar stór hluti af mínu lífi undangengin 13 ár og ég tek stoltur að mér það hlutverk að verða formaður félagsins. Með þessu hef ég þó ekki í hyggju að fara að skipta mér mikið af rekstrinum. Afar vandað fólk er í því hlutverki. Ég mun hinsvegar vera virkur þátttakandi í stefnumótun og eflingu íþrótta- og keppnisstarfs. Hér hefur minn bardagaferill mótast og mun halda áfram að gera það næstu árin en samhliða mun ég nýta reynslu mína til að styðja aðra í sinni mótun” segir Gunnar.Eftir stendur sterkari hópur Er Mjölnir flutti í nýja húsnæðið sitt í Öskjuhlíðinni fylgdu því miklar breytingar en Gunnar segir að jafnvægi sé að komast á starfsemina og að keyrt sé áfram af fullum krafti. „Breytingum eins og þeim að flytja í mun stærra húsnæði fylgdu skiljanlega áherslubreytingar. Það þurfti að eiga sér stað smá naflaskoðun og það þurfti að leggja nýjar línur. Ekki var einróma sátt um þær ákvarðanir sem teknar voru og mannabreytingar fylgdu í kjölfarið. Eftir stendur sterkur og samstíga hópur sem lítur framtíðina björtum augum. Þetta var erfitt á meðan á því stóð en við sem eftir erum, erum sannfærð um að rétt skref hafi verið stigin. Við erum að horfa fram veginn og erum með áætlun um hvernig við ætlum að haga uppbyggingu félagsins. Meðlimir eru fleiri, tímataflan hlaðnari og stemmningin betri en nokkru sinni fyrr. Þannig að það er á hreinu að við erum að gera eitthvað rétt.“
MMA Tengdar fréttir Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. 3. janúar 2018 11:41 Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Handbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Sjá meira
Mjölnismaður og lögreglumenn opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi formaður og einn af stofnendum íþróttafélagsins Mjölnis, mun í þessum mánuði opna nýja bardaga- og líkamsræktarstöð við Stórhöfða 17 ásamt félögum sínum úr lögreglunni. 3. janúar 2018 11:41
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58